Reynir lagði Stálúlf í gærkvöldi í 2. deild karla, 82-65. Eftir leikinn er Reynir í 2.-3. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og B lið Vals á meðan að Stálúlfur eru í 9.-11. sætinu með 2 stig líkt og B lið Tindastóls og KV.

Gangur leiks

Leikur Reynis gegn Stálúlf var eins og alltaf nánast slegist. Baráttan gífurleg og mikil læti í andstæðingnum sem eru flestallir Litháar. Fyrsti leikhluti var eign Reynismanna sem spiluðu flotta sókn og vörn og leiddu 27-8 eftir hann. Lið Stálúlfs kom beittari til leik í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik í 12 stig ( 43-31)


Hálfleiksræða Jón Guðbrandsson skilaði því að heimamenn komu rétt stilltir inn í þriðja leikhluta og unnu hann 24-11 munurinn því orðinn 25 stig fyrir lokaleikhlutann ( 67-42) Fjórði leikhluti var síðan nýttur í að leyfa öllum að spila og lokatölur leiksins 82-65 fyrir Reyni.


Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Magnús Már Traustason með 30 stig. Þá bætti Jón Böðvarsson við 12 stigum og Kumas Máni 10 stigum. Fyrir gestina var það Karoles Venelovas sem dróg vagninn með 29 stigum og Mantan Shurma bætti við 19 stigum.

Staðan í deildinni

Umfjöllun / Sveinn Hans Gíslason