Breiðablik vann Hamar í kvöld í toppslag 1. deildar karla, 98-95. Sam Prescott Jr. setti hetjuskot á lokamínútunni til að vinna leikinn fyrir Blika og eru þeir því næstum öruggir með fyrsta sætið og það að fara rakleiðis upp í Dominos deild karla á næsta ári.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Maté Dalmay, þjálfara Hamars, eftir leik í Smáranum um framvindu leiksins og hetjuskotið sem tapaði leiknum fyrir Hamarsmenn.