Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv í EuroLeague, 84-72. Valencia eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, 14 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 4 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum, en hann var ásamt miðherjanum Bojan Dubljevic stoðsendingahæstur Valencia manna í leiknum.

Næsti leikur Valencia í EuroLeague er heima þann 12. mars gegn Fenerbahce.

Tölfræði leiks