Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið Fenerbahce í EuroLeague, 66-52. Eftir leikinn er Valencia í 9. sæti deildarinnar með 16 sigra og 14 tapaða það sem af er tímabili.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 11 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var næst framlagshæstur allra leikmanna Valencia í leiknum með 18 framlagsstig.

Tölfræði leiks