Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir stórliði Barcelona í ACB deildinni á Spáni, 64-80. Eftir leikinn er Valencia í 5. sæti deildarinnar með 17 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Martin fór útaf meiddur eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og kom ekki meira við sögu, en hann gaf eina stoðsendingu í leiknum. Næsti leikur Valencia í deildinni er gegn Tenerife þann 28. mars.

Tölfræði leiks