Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í dag fyrir Acunsa GBC í ACB deildinni á Spáni, 78-60. Eftir leikinn eru Valencia í 5. sæti deildarinnar með 17 sigra og 8 töp það sem af er tímabili

Á tæpum 26 mínútum spiluðum skilaði Martin 3 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Valencia í dag. Næst leika Valencia gegn stórliði Barcelona þann 21. mars.

Tölfræði leiks