Martin Hermannsson og Valencia unnu í kvöld öruggan sigur á Manresa í ACB deildinni á Spáni, 112-82. Valencia eru eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 17 sigra og 7 töp það sem af er tímabili.

Á 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 12 stigum, frákasti, 7 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 14. mars gegn Acunsa GBC.

Tölfræði leiks