Tindastóll vann góðan útisigur á Njarðvíkingum í kvöld, í nokkuð sveiflukenndum leik. Lokatölur 74-77.

Hérna er meira um leikinn

Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkinga, eftir leik í Njarðtaks-Gryfjunni:

“Við vorum sorglega nálægt sigri enn og aftur. En það eru í raun varnarfeilar og léleg sókn sem gera það að verkum að við höfum verið að tapa alltof mörgum leikjum – við erum alltaf inni í leikjunum en okkur skortir eitthvað til að klára leikina. Við eigum að vinna betur úr okkar aðstæðum; við eigum að vera betri í að finna Hester undir körfunni og setja þessi galopnu skot sem við erum búnir að vera fá, en þau hafa bara alls ekki verið að detta niður hjá okkur, og við verðum að fara að nýta færi okkar betur.

Við erum hvað eftir annað að brotna niður í leikjum þegar andstæðingarnir komast á skrið, og það gerir það að verkum að við erum alltof oft að elta, sem tekur mikla orku frá okkur sem getur verið, og hefur verið, afdrifaríkt fyrir okkur þegar upp er staðið. En það þýðir lítið að væla og veina, við þurfum að taka okkur saman í andlitinu ef ekki á illa að fara, og við erum ekki búnir að missa móðinn þrátt fyrir erfitt gengi, alls ekki.”

Viðtal / Svanur Snorrason