Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur Daniela Wallen Morillo.

Í mikilvægum sigri Keflavíkur á Skallagrím í Blue Höllinni var Daniela besti leikmaður vallarins. Á 36 mínútum spiluðum skilaði hún 24 stigum, 19 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá var hún einkar skilvirk í leiknum, setti niður 75% skota sinna. Í heildina fékk hún 53 framlagsstig fyrir frammistöðuna, en það er það þriðja hæsta sem leikmaður hefur fengið fyrir einn leik það sem af er vetri.

 1. umferð – Daniela Wallen Morillo
 2. umferð – Lina Pikciuté
 3. umferð – Lina Pikciuté
 4. umferð – Alyesha Lowett
 5. umferð – Isabella Ósk Sigurðardóttir
 6. umferð – Daniela Wallen Morillo
 7. umferð – Daniela Wallen Morillo
 8. umferð – Ariel Hearn
 9. umferð – Daniela Wallen Morillo
 10. umferð – Annika Holopainen
 11. umferð – Kiana Johnson
 12. umferð – Ariel Hearn
 13. umferð – Ariel Hearn
 14. umferð – Jessica Kay Loera
 15. umferð – Daniela Wallen Morillo