Haukar lögðu Skallagrím í kvöld í Dominos deild kvenna, 73-69. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Skallagrímur er í því 5. með 12 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Lovísu Björt Henningsdóttur, leikmann Hauka, eftir leik í Ólafssal. Lovísa átti fínan leik fyrir Hauka í kvöld, skilaði 10 stigum og 5 fráköstum á 27 mínútum spiluðum.