Þrír leikir fara fram í 2. deild karla í dag en þar er baráttan í algleymi og mikið í húfi. Í Njarðvík mætast liðin sem eru án taps í deildinni þegar Valur b mætir í heimsókn. KR b mætir svo ÍA sem er án sigurs í deildinni.

Í Íþróttahúsi Kennaraháskólans fer svo fram Kennó derby þegar nágrannaliðin Leiknir og Ármann mætast. Bæði lið æfa og leika í Kennó og því viðbúið að allt verið lagt í sölurnar. Leikurinn verður í beinni u-útsendingu á youtube síðu Ármanns.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins:

2. deild karla

Leiknir R. – Ármann kl 14:30

Njarðvík b – Valur b kl 15:30

KR b – ÍA kl 16:00