Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Amway höllinni í Orlando lögðu heimamenn í Magic lið Phoenix Suns nokkuð óvænt í spennandi leik, 111-112. Suns verið á nokkurri siglingu undanfarið, í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 67% sigurhlutfall á meðan að Magic eru í 14. sæti Austurstrandarinnar með 34% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum miðherjinn Nikola Vucevic með 27 stig og 14 fráköst. Fyrir gestina frá Arizona var það Devin Booker sem dróg vagninn með 25 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum, þá bætti leikguðinn Chris Paul við 23 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Suns og Magic:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 111 – 116 Indiana Pacers

Denver Nuggets 111 – 135 Toronto Raptors

Boston Celtics 119 – 121 Milwaukee Bucks

Phoenix Suns 111 – 112 Orlando Magic

Cleveland Cavaliers 103 – 94 Chicago Bulls

Charlotte Hornets 122 – 97 Houston Rockets

Dallas Mavericks 128 – 108 Minnesota Timberwolves

Memphis Grizzlies 116 – 107 Oklahoma City Thunder

LA Clippers 134 – 101 San Antonio Spurs

Brooklyn Nets 88 – 118 Utah Jazz

Atlanta Hawks 108 – 110 Sacramento Kings