Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Orlando Magic, 93-96. Eftir leikinn eru Lakers í fjórða sæti Vesturstrandarinnar með 64% sigurhlutfall á meðan að Magic eru í 14. sæti Austurstrandarinnar með 33% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir meistara Lakers í leiknum var Kyle Kuzma með 21 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Magic var það Dwayne Bacon sem dróg vagninn með 26 stigum og 8 fráköstum.

Það helsta úr leik Lakers og Magic:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Phoenix Suns 101 – 97 Charlotte Hornets

Portland Trail Blazers 122 – 117 Toronto Raptors

Atlanta Hawks 102 – 126 Denver Nuggets

Orlando Magic 93 – 96 Los Angeles Lakers

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda