Valur lagði ÍR í kvöld í lokaleik 13. umferðar Dominos deildar karla, 101-90. Valur er eftir leikinn í 7.-9. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Njarðvík og Tindastóll á meðan að ÍR er í 5.-6. sætinu með 12 stig líkt og Grindavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Kristófer Acox, leikmann Vals, eftir leik í Origo Höllinni. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu vegna meiðsla virðist Kristófer heldur betur vera að finna fjölina sína, skilaði 18 stigum og 17 fráköstum á 31 mínútu spilaðri í kvöld.