KR lagði Keflavík í kvöld í Blue Höllinni í Dominos deild kvenna, 75-81. Eftir leikinn er Keflavík í 1.-2. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Valur á meðan að KR er 7.-8. sætinu með 4 stig líkt og Snæfell.

KR hafði yfirhöndina lungann úr leiknum, en forysta þeirra var 17 stig þegar mest lét. Keflavík missti sinn besta leikmann Daniela Wallen Morillo útaf eftir aðeins 19 mínútna leik, en hún lenti í samstuði við Unni Töru Jónsdóttur, en hvorug þeirra lék meira í leiknum

Atkvæðamest fyrir heimakonur í Keflavík í leik kvöldsins var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir með 17 stig og 12 fráköst. Fyrir KR var það Taryn Ashley Mc Cutcheon sem dró vagninn með 17 stigum og 14 fráköstum.

Bæði lið leika næst komandi laugardag 20. mars. KR fær granna sína úr Val í heimsókn á meðan að Keflavík tekur á móti Skallagrím.

Tölfræði leiks