Íslansdmótinu í körfuknattleik hefur verið frestað næstu þrjár vikur hið minnsta. Þetta staðfesti KKÍ í tölvupósti til aðildarfélaga sambandsins, dómara og fjölmiðla nú fyrir skemmstu.

Frestunin er tilkomin vegna hertra samkomutakmarkana sem ríkisstjórnin kynnti á fundi sínum klukkan 14 í dag, en með takmörkununum verða íþróttir innan- og utanhúss þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nánd óheimilar frá og með miðnætti í kvöld.

Þrátt fyrir að reglurnar taki gildi á miðnætti hefur þeim leikjum sem fara áttu fram í Domino’s deild kvenna í kvöld einnig verið frestað.