Keflavík lagði Breiðablik í dag í Dominos kvenna, 75-65. Eftir leikinn er Keflavík í 1.-2. sæti deildarinnar ásamt Val, en Keflavík á einn leik til góða á þær. Breiðablik er í 6. sætinu með 6 stig eftir tólf leiki.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í leiknum var Daniela Morillo með 19 stig og 23 fráköst. Fyrir Breiðablik var það Isabella Ósk Sigurðardóttir sem dróg vagninn með 19 stigum og 18 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 10. mars. Keflavík mætir Val í Origo Höllinni á meðan að Breiðablik fær Snæfell í heimsókn.

Tölfræði leiks