Einn leikur fór fram í fyrstu deild karla í kvöld. Í Dalhúsum lagði Hamar heimamenn í Fjölni, 94-104. Hamar eftir leikinn í 1.-4. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Breiðablik, Álftanes og Sindri á meðan að Fjölnir eru í 7.-9. sætinu með 6 stig líkt og Hrunamenn og Selfoss.

Hérna er meira um leikinn

Fjölnir Tv ræddi við Karl Ísak Birgisson, leikmann Fjölnis, eftir leik í Dalhúsum. Karl Ísak átti fínan leik fyrir Fjölni í kvöld þrátt fyrir tapið, á 14 mínútum spiluðum skilaði hann 4 stigum og 6 fráköstum.