Kári stigahæstur fyrir Girona gegn Almansa Con Afanion

Kári Jónsson og Girona máttu þola stórt tap í kvöld fyrir Almansa Con Afanion í Leb Oro deildinni á Spáni, 84-55. Girona eftir leikinn í 6. sæti B hluta deildarinnar með 9 sigra og 8 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði Kári 12 stigum, frákasti, stoðsendingu og 2 stolnum boltum. Næsti leikur Girona er gegn Force Lleida þann komandi sunnudag 7. mars.

Tölfræði leiks