Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson og Girona unnu í kvöld Ourense í Leb Oro deildinni á Spáni, 89-77. Deildinni var fyrir nokkru skipt upp í tvær, þar sem að annar hlutinn berst um að halda sæti sínu í deildinni á meðan að hinn er að berjast um sæti í ACB deildinni. Girona eru efstir í deildinni þar sem barist er um að halda sæti sínu með átta sigra og tvö töp.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kári 7 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Næti leikur Girona er gegn Melilla þann 4. apríl.

Tölfræði leiks