Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson og Girona lögðu í dag lið Tizona Burgos í Leb Oro deildinni á Spáni, 93-73. Eftir leikinn eru Girona í efsta sæti deildarinnar með sjö sigra og tvö töp, en hún er nú komin í annan fasa, þar sem að liðin leika um að halda sæti sínu í deildinni.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum skilaði Kári 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Girona er þann 4. apríl gegn Melilla.

Tölfræði leiks