Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners máttu þola tap í dag fyrir Braunschweig í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 80-68. Eftir leikinn eru Skyliners í 9. sæti deildarinnar með tíu sigra og fimmtán töp það sem af er tímabili.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum hafði Jón Axel hægt um sig í stigaskorun, en hann skilaði þremur stoðsendingum og tveimur stolnum boltum. Næsti leikur Skyliners í deildinni er þann 1. apríl gegn Chemnitz.

Tölfræði leik