Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu í dag lið Giessen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 82-79. Skyliners eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 10 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á 26 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel 10 stigum, frákasti, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur leikmanna Skyliners í leiknum með 17.

Næsti leikur Skyliners í deildinni er þann 23. mars gegn Alba Berlin.

Tölfræði leiks