Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.

Vestri tapaði fyrir heimakonum í Grindavík í HS Orku Höllinni, Hamar/Þór hafði betur gegn Tindastól í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn og í Hellinum í Breiðholti báru heimakonur í ÍR sigurorð af Stjörnunni.

ÍR er eftir leiki kvöldsins eitt liða í efsta sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum fyrir neðan er Njarðvík með 16 stig og þá er Grindavík í þriðja með 12 stig.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild kvenna

Grindavík 89 – 50 Vestri

Hamar/Þór 71 – 60 Tindastóll

ÍR 74 – 57 Stjarnan