Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Madison Square Garden í New York lögðu heimamenn í Knicks lið Washington Wizards, 102-106. Sigurinn kom eftir mikla endurkomu Knicks, sem voru um miðjan þriðja leikhlutann heilum 17 stigum undir og náðu ekki í fyrstu forystu sína í leiknum fyrr en í lokafjórðungnum. Undir lokin var það Alec “Houdini” Burks sem reyndist Knicks ómetanlegur, setti 15 af 27 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum.

Eftir leikinn eru Knicks 5. sæti Austurstrandarinnar með 51% sigurhlutfall á meðan að Wizards eru í 13. sæti sömu deildar með 35% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var RJ Barrett með 24 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Wizards var það Bradley Beal sem dróg vagninn með 29 stigum og 9 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Knicks og Wizards:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Philadelphia 76ers 109 – 101 Los Angeles Lakers

Portland Trail Blazers 125 – 122 Miami Heat

Washington Wizards 102 – 106 New York Knicks

LA Clippers 98 – 85 San Antonio Spurs

Golden State Warriors 119 – 141 Sacramento Kings