Valur lagði KR í kvöld í 13. umferð Dominos deildar karla, 77-87. Eftir leikinn er KR í 3.-4. sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Þór á meðan að Valur er í 7. sætinu með 12 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hörð Unnsteinsson, aðstoðarþjálfara KR, sem þurfti að taka við liðinu um miðjan fjórða leikhlutann eftir að aðalþjálfari liðsins, Darri Freyr Atlason, var sendur í sturtu.