Keflavík lagði heimamenn í Grindavík í lokaleik 16. umferðar Dominos deildar karla, 115-82. Eftir leikinn er Keflavík sem áður í efsta sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Grindavík er í 5.-7. sætinu með 16 stig líkt og Valur og Þór Akureyri.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hjalta Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leik í HS Orku Höllinni.

Hjalti var eðlilega ánægður með sína menn í kvöld og hann hafði þetta að segja að leik loknum:

“Ég átti sannarlega ekki von á því að vera 32 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta; ég held að enginn búist nokkurn tímann við slíkum tölum í leik í úrvalsdeildinni eftir fyrsta leikhluta. Ég var pínu smeykur fyrir leikinn að við myndum mæta flatir inn í þennan leik en sú var aldeilis ekki raunin; við komum svo sannarlega klárir til leiks. Við erum með mjög rútínerað lið og með sjálfstraustið í botni eftir leikinn á móti Njarðvík í síðustu umferð. Nú eru sex leikir eftir af deildarkeppninni sem við ætlum að nýta vel og koma klárir til leiks í úrslitakeppnina.”

Viðtal / Svanur Snorrason