Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag CB Ifach Calpe í EBA deildinni á Spáni, 93-61. Liðið er nú í öðrum fasa deildarkeppninnar, þar sem þeir eru í efsta sætinu með tíu sigra og eitt tap.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Hilmar Smári 23 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum. Næsti leikur liðsins er 28. mars gegn La Nuncia

Tölfræði leiks