Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia unnu enn einn sigurinn í dag er liðið vann Fundacion Lucentum í EBA deildinni á Spáni. Valencia eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar, en hún er nú í öðrum fasa þar sem keppt er um sæti í deildinni fyrir ofan á næsta tímabili.

Á 24 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári 19 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Næsti leikur Valencia er 3. apríl gegn Cartagena.

Tölfræði leiks