Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag Benidorm í EBA deildinni á Spáni, 64-89. Liðið er nú í öðrum fasa deildarkeppninnar, þar sem þeir eru í efsta sætinu með 10 sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 16 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum. Þá skilaði hann einnig bestu +/- tölfræði liðsins í leiknum, en Valencia vann þær mínútur sem hann spilaði með 25 stigum.

Tölfræði leiks