Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra máttu þola tap í kvöld fyrir Unics Kazan í EuroCup, 85-63, Haukur lék áður með liði Kazan. Andorra eru eftir leikinn í þriðja sæti H riðils með tvo sigra og þrjú töp það sem af er af þessari annarri umferð deildarkeppni Eurocup.

Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi 18 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu. Síðasti leikur Andorra í riðlinum er 10. mars gegn Mornar Bar.

Tölfræði leiks