Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra töpuðu í dag fyrir San Pablo Burgos í ACB deildinni á Spáni, 82-68. Eftir leikinn er Andorra í 10. sæti deildarinnar með tíu sigra og tólf töp það sem af er tímabili.

Á 21 mínútu spilaðri í leik dagsins skilaði Haukur Helgi 4 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Andorra er þann 13. mars gegn Real Betis.

Tölfræði leiks