Haukur Helgi með 10 stig gegn Real Betis

Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra máttu þola tap í dag fyrir Real Betis í ACB deildinni á Spáni, 69-61. Eftir leikinn er Andorra í 10. sæti deildarinnar með 10 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi 10 stigum, en hann var næst stigahæstur í liði Andorra í leiknum. Næsti leikur Andorra í deildinni er gegn Urbas Fuenlabrada þann 17. mars.

Tölfræði leiks