Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra lögðu lið Mornar Bar í EuroCup í kvöld, 89-61. Leikurinn var sá síðasti sem liðið leikur í deildarkeppni þessa árs. Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi 13 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Andorra eru eftir leikinn í 2. sæti riðils síns með þrjá sigra og þrjú töp, en til þess að komast í úrslitakeppnina þurfa þeir að vera í einu af tveimur efstu sætunum. Gran Canaria eru í þriðja sætinu einum leik fyrir neðan Andorra og eiga leik við Kazan í kvöld.

Tölfræði leiks