Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra lögðu í dag Baxi Manresa í ACB deildinni á Spáni, 92-86. Líkr og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn, en Andorra náðu í sigurinn eftir glæsilega frammistöðu í framlengingu. Eftir leikinn er Andorra í 9. sæti deildarinnar með 12 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri skilaði Haukur Helgi 9 stigum og frákasti, en hann setti niður þrjá þrista í leiknum úr aðeins fimm tilraunum. Næsti leikur Andorra í deildinni er þann 29. mars gegn Movistar Estudiantes.

Tölfræði leiks