Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions tryggðu sér í gærkvöldi farseðilinn í úrslitaleik úrslitakeppni CACC deildarinnar með nokkuð öruggum 57-76 sigri á Concordia.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 7 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og 2 vörðum skotum.

Georgian Court mæta Dominican Chargers í úrslitaleik deildarinnar á morgun laugardag 6. mars og eygja þá von að vinna CACC titilinn í fyrsta skipti í 27 ár.

Tölfræði leiks