Grindavík lagði Hauka í kvöld í 15. umferð Dominos deildar karla í Ólafssal í Hafnarfirði, 76-81. Eftir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Haukar eru sem áður í 12. sætinu með 6 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur. Lengst af leiddu heimamenn í Haukum, en með góðum fjórða leikhluta sem þeir unnu með 11 stigum náðu Grindvíkingar að sigla heim sigrinum, 76-81.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Pablo Cesar Bertone með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Brian Edward Fitzpatrick við 11 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Fyrir gestina úr Grindavík voru það Amenhotep Kazembe Abif og Marshall Lance Nelson sem drógu vagninn. Amenhotep með 25 stig og 8 fráköst og Marshall 17 stig og 8 stoðsendingar.

Haukar eiga næst leik komandi sunnudag 21. mars gegn Stjörnunni í MGH. Grindavík leikur degi seinna, komandi mánudag 22. mars gegn Keflavík í HS Orku Höllinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)