Texas A&M lögðu í nótt Iowa State í annarri umferð Marsfárs háskólaboltans í Bandaríkjunum, 64-62. Í næstu umferð, sextán liða úrslitum, mun liðið mæta sterku liði Arizona komandi laugardag 27. mars.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur næturinnar gegn Iowa nokkuð spennandi, en undir lokin var það aðeins sigurkarfa Jordan Nixon sem skildi liðin að. Körfuna má sjá fyrir neðan, en þegar um 8 sekúndur eru eftir af leiknum tekur hún frákast, keyrir upp völlinn og setur boltann niður með erfiðu skoti á sama tíma og klukkan rennur út.

Nixon var í viðtali við ESPN eftir leikinn:

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kosta aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda