Grindavík lagði Val að velli með 97 stigum gegn 85 í leik sem var hin fínasta skemmtun.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals, eftir leik í HS Orku Höllinni.

“Við komumst nálægt þeim í lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða, en það dugði ekki til eftir lélegan varnarleik í fyrri hálfleik – sérstaklega var ég ósáttur með varnarleikinn í byrjun leiks. Þeir voru hins vegar mjög góðir og við gerðum allltof mikið að mistökum, og það gengur bara ekki upp á móti eins góðu liði og Grindavík er. Það er klárt mál að við verðum að bæta varnarleikinn og fækka mistökunum mikið ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti,” sagði Finnur Freyr.

Viðtal / Svanur Snorrason