Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í kvöld fyrir sterku liði Zalgiris í úrvalsdeildinni á Litháen, 74-88. Eftir leikinn eru Siauliai í 10. sæti deildarinnar með sex sigra og sautján töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már tveimur stigum og átta stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Siauliai í leiknum. Næsti leikur þeirra er annar leikur gegn Zalgiris þann 14. mars.

Tölfræði leiks