Elvar Már Friðriksson og Siauliai töpuði í dag fyrir toppliði Zalgiris í úrvalsdeildinni í Litháen, 96-60. Siauliai eru sem áður í 10. sæti deildarinnar, með 6 sigra og 18 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 15 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum. Næsti leikur Siauliai er gegn Neptunas þann 21. mars.

Tölfræði leiks