NBA goðsögnin Elgin Gay Baylor er látinn 86 ára að aldri. Staðfestir fyrrum félag hans Los Angeles Lakers það á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Samkvæmt fréttatilkynningunni lést Baylor af náttúrulegum orökum og var hann umkringdur sínu nánasta, eiginkonu Elaine og dóttur Krystal.

Baylor var valinn með fyrsta valrétt nýliðavals NBA deildarinnar af Minneapolis Lakers árið 1958, en hann var eftir fyrsta tímabilið valinn nýliði ársins.

Lék hann fjórtán tímabil í deildinni, fyrir Minneapolis Lakers fyrstu tvö tímabilin, en síðustu tólf eftir að liðið flutti, með Los Angeles Lakers. Á þessum fjórtán ára feril fór hann í átta skipti í úrslitaeinvígi deildarinnar. Í ellefu skipti tók hann þátt í stjörnuleik deildarinnar og í tíu skipti var hann í fyrsta úrvalsliði hennar. Þá var hann tekinn inn í frægðarhöllina árið 1977.

Eftir ferilinn gerðist hann þjálfari hjá New Orleans Jazz, 1974-79 og seinna var hann framkvæmdarstjóri LA Clippers, 1986-2008, en árið 2006 var hann valinn framkvæmdarstjóri ársins í deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra leikmenn minnast Baylor á samfélagsmiðlum í dag:

Hér má sjá hvað Kobe Bryant hafði að segja um leik Baylor: