Lið landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar, Morabanc Andorra, mátti þola tap í gærkvöldi fyrir Movistar Estudiantes í ACB deildinni á Spáni, 97-85. Eftir leikinn eru Andorra í 9. sæti deildarinnar með 12 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Haukur Helgi var ekki með sínum mönnum í leiknum, en í samtali við Körfuna sagðist hann hafa snúið sig illa á æfingu er hann lenti á fæti annars leikmanns fyrir þremur dögum. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru, en segist hann vita meira eftir myndatöku sem hann mun fara í á morgun.