Adomas Drungilas, miðherji Þórs Þorlákshafnar, mun sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs og Stjörnunnar 18. mars síðastliðinn. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KKÍ sem tók málið fyrir á dögunum.

Dóminn má í heild lesa hér fyrir neðan:

Agamál 38/2020-2021

Hinn kærði leikmaður, Adomas Drungilas, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar í Domino‘s deild mfl. kk. sem leikinn var þann 18. mars 2021.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér.

Í leiknum rak Drungilas olnboga sinn í andlit Mirza Saralija, sem dómarar sáu ekki. Þórsarar báru við í vörn sinni að brotið hafi verið óviljaverk en nefndin taldi að svo væri ekki og því verður Þór Þorlákshöfn án mikilvægs leikmanns í næstu tveimur leikjum sínum, gegn KR og Tindastól.

Þetta er í annað sinn sem miðherjinn knái hjá Þór Þorlákshöfn fær leikbann, en seinast var það eins leiks bann vegna olnboga sem að hann rak í hausinn á Haukamanninum Breka Gylfasyni í leik liðanna 7. mars.