Grindavík lagði Val að velli með 97 stigum gegn 85 í leik sem var hin fínasta skemmtun.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Dag Kár Jónsson, leikmann Grindavíkur, eftir leik í HS Orku Höllinni.

“Ég er mjög ánægður með sigurinn – við byrjuðum mjög sterkt, en misstum þetta aðeins niður í þriðja leikhluta, en mér fannst það mjög sterkt hjá okkur að ná að rífa leik okkar aftur upp og klára hann með sóma.” Dagur Kár er að koma til baka úr meiðslum “og mér líður bara mjög vel og það er gaman að koma til baka með sigri. Núna erum við með fullmannað lið og það skiptir engu máli hver er að skora mest, það er bara mjög góð stemmning í hópnum. Við erum með góða leikmenn í hverri einustu stöðu og góða leikmenn á bekknum sem gætu hæglega verið byrjunarliðsmenn í mörgum öðrum liðum; þannig að við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu og stefnum klárlega á toppinn.”

Viðtal / Svanur Snorrason