Haukar lögðu KR nokkuð örugglega í kvöld í Dominos deild kvenna, 120-77. Eftir leikinn eru Haukar í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að KR er í því áttunda með tvö stig.

Staðan í deildinni

Atkvæðamestar fyrir Hauka í leik kvöldsins voru systurnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur. Sara Rún skilaði 28 stigum og 16 fráköstum á meðan að Bríet Sif var með 34 stig og 4 fráköst.

Fyrir gestina úr Vesturbænum var það Annika Holopainen sem dróg vagninn með 44 stigum og 4 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst 17. mars. KR heimsækir Keflavík á sama tíma og Haukar fá Skallagrím í heimsókn.

Tölfræði leiks