KR lagði ÍR í kvöld í 11. umferð Dominos deildar karla, 84-91. KR eftir leikinn í 2.-4. sæti deildarinnar ásamt Þór og Stjörnunni með 14 stig á meðan að ÍR er í 5.-8. sætinu með 10 stig líkt og Njarðvík, Grindavík og Tindastóll.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Borche Ilievski, þjálfara ÍR, eftir leik í Hellinum.

Þetta var skemmtilegur leikur, áhorfendur aftur í húsinu og það er frábært.

Það er það besta sem gat gerst fyrir leikinn, það er bara allt annað að spila þegar það eru engir áhorfendur, það gefur báðum liðum orku en sérstaklega heimaliðinu. Ég held að mínir leikmenn hafi spilað af meiri krafti í kvöld og þetta var mikið betra…jafnvel þó svo að við töpuðum leiknum.

Mér finnst þið ekki hafa spilað nægilega vel sem lið undanfarið…en þetta virðist vera á uppleið hjá ykkur…

Jah…við fengum 26 villur dæmdar á okkur en KR 13…en það er jafnvel ekki vandamálið heldur að Zvonko fékk 3 eða 4 sóknarvillur og hann náði ekki einu sinni að spila í 14 mínútur. Hann skilaði 21 stigi í framlagi á þessum mínútum! Þetta hefði verið auðveldara fyrir okkur ef Zvonko hefði spilað fleiri mínútur. En hann þarf auðvitað líka að vera klárari í ákveðnum stöðum.

Jájá, hann spilaði a.m.k. mikið betur en í byrjun…

Jájá, við höfum fengið 2 vikur til að æfa, hann þekkir liðið betur og öfugt, hann verður klárlega mikill styrkur fyrir okkur núna í seinni umferðinni.

Akkúrat. Hvernig fannst þér vörn þinna manna í þessum leik?

Mér fannst vörnin solid í seinni hálfleik, en við gerðum þó mistök á mikilvægum augnablikum, t.d. gleymdum við Kobba undir lokin þegar hann setti mjög mikilvægan þrist fyrir KR. En ég held að við verðum betri og við munum spila ákafari vörn. Collin og Danero hafa gert vel og Zvonko hefur okkur ákveðna hluti varnarlega en liðið þarf að ná betri takti varnarlega og sóknarlega líka.

Sagði Borche, sem var greinilega ekki alveg sáttur við dómara leiksins og vildi frekar ræða um villufjölda en liðsbraginn á ÍR-liðinu…Hver verður að dæma fyrir sig um það hvort Borche hafi eitthvað til síns máls.

Viðtal / Kári Viðarsson