Þór lagði ÍR í kvöld í Dominos deild karla, 98-105. Eftir leikinn er Þór í 2.-3. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Stjarnan á meðan að ÍR er í 8.-9. sætinu með 14 stig líkt og Tindastóll.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Borche Ilievski, þjálfara ÍR, eftir leik í Hellinum.

Borche var hreinlega sorgmæddur eftir að hafa tapað stríði sem virtist ætla að vinnast…:

Borche, þú hlýtur hreinlega að vera sorgmæddur eftir þennan súra ósigur?

Já..hvernig við töpuðum þessum leik…

…jájá…þið voruð 16 yfir og 2 eftir af þriðja…

Jújú…leikurinn er 40 mínútur, við ættum að vita það, og þurfum að spila til loka. Ég veit ekki hvað skal segja, þetta var nú eiginlega í fyrsta sinn sem mér fannst mínir menn spila sem lið og gáfu allt í þennan leik. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft var það orkustigið sem var vandamálið, við vorum orðnir orkulausir í lokin og höfðum ekki afl til að klára leikinn. Við vorum án Sæþórs í róteringunni og það hafði áhrif…

Já, þið voruð einfaldlega orðnir orkulausir þarna í lokin…

Já…síðustu mínúturnar. Þegar staðan var 92-90 þá misstum við boltann í hraðaupphlaupi og Adomas skoraði auðvelda körfu…ég held að það hafi verið úrslitaatriði í leiknum, í það minnsta eitt af þeim…Þór spilaði líka mjög vel, settu marga þrista, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við áttum í vandræðum með að finna svör gegn því. Þeir eru hlaupa-skjóta-lið, augljóslega, skora 105 stig, við skorum á móti 98 stig þannig að sóknin er ekki vandamálið. En við þurfum að einbeita okkur meira að vörninni.

Vissulega. Það er kannski skrýtið að láta það út úr sér en vörnin var ekki svo slæm þó svo að…

…já, jafnvel þó svo að þeir hafi skorað mikið af stigum…ég get sagt að loksins spiluðum við sem lið að þessu sinni. Við gerðum okkar besta, við nálguðumst þennan leik á allt annan og betri hátt en t.d. gegn Akureyri fyrir tveimur dögum. En það er líka hluti af ástæðunni af hverju við urðum orkulausir í lokin hversu þétt er spilað, við fórum í þetta ferðalag fyrir tveim dögum og spiluðum erfiðan leik, einn dagur til að hvíla á milli og engin æfing. Ég er að spila leikmönnum í 30-35 mínútur og álagið sagði til sín hérna í lokin. En það er svo sem ekki afsökun, en eins og þú segir þá er ég hálfdapur yfir niðurstöðunni því við vorum með þennan leik í okkar höndum. En við þurfum bara að halda áfram og næsti leikur er á fimmtudag gegn Haukum. Þeir hafa gott lið…

…já og að berjast fyrir lífi sínu í deildinni..

Já mikið rétt. Þeir hafa gott lið og við þurfum að taka þann leik mjög alvarlega.

Akkúrat. Þið ætlið ekki að missa af úrslitakeppninni..!?

Við eigum enn mögulega klárlega. Maður veit aldrei, það er allt opið í þessari deild á þessu Covid-tímabili! Við þurfum tilfinnanlega á sigri að halda sem fyrst!

Sagði Borche á sinni lýtalausu íslensku að vanda!

Viðtal / Kári Viðarsson