Véfréttin fékk til sín stjórnendur hlaðvarpsins Fjórðungs. Þá Heiðar og Árna. 

Farið er yfir víðan völl.

Fyrst er tekin fyrir útlendingatillaga höfuðborgarliðanna, þá litríka leikmanninn Birgi Mikaelsson og svo var tekin vörutalning á öllum liðum deildarinnar. 

Stóra myndin, hverjir eru búnir að skara framúr, hverjir þurfa að girða sig, hverjir eru möguleikar liðsins og svo framvegis. 

Þrot í Njarðvík, duglegir fallandi Þórsarar, kvittanir, alvöru kontender í Vesturbænum, flugmiðar á Sauðárkróki og margt fleira.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.