Breiðablik lagði Fjölni í kvöld í fyrstu deild karla, 103-109. Eftir leikinn er Breiðablik í 1.-2. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Hamar á meðan að Fjölnir er í 7.-9. sætinu með 6 stig líkt og Hrunamenn og Selfoss.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leik kvöldsins var Matthew Carr Jr., sen hann skoraði 42 stig, tók 8 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þá bætti Johannes Dolven við 19 stigum og 21 frákasti.

Fyrir gestina úr Kópavogi var það Samuel Prescott Jr. sem dróg vagninn með 36 stigum og 5 fráköstum og þá bætti Árni Elmar Hrafnsson við 16 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Bæði lið leika næst 19. mars. Fjölnir heimsækir Vestra á Ísafjörð á meðan að Breiðablik tekur á móti Hamri í Smáranum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)